Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 18:38:48 (7721)

2001-05-14 18:38:48# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[18:38]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að engum finnist eftirsóknarvert að fara í verkfall. Ég held að engum finnist eftirsóknarvert að verða af tekjum. Ég held að engum sjómanni finnist eftirsóknarvert að vera tekjulaus í hálfan annan mánuð. En þetta er nauðvörn sem menn hafa gripið til. Og verkfallsvopnið er eins konar öryggisventill í lýðræðisþjóðfélagi sem stéttir og þjóðfélagshópar geta gripið til ef þær eru beittar ranglæti.

Nú hefur það verið upplýst að hv. þm. finnst eðlilegt að banna verkföll sjómanna og hann hefur bætt kennurum í púkkið. Það er líka eðlilegt að banna verkföll kennara. Gætum við fengið upplýsingar um fleiri stéttir frá hv. þm. Pétri H. Blöndal, fulltrúa Sjálfstfl. við þessa umræðu?