Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 18:49:29 (7730)

2001-05-14 18:49:29# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[18:49]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er þannig að þeim hópum manna sem hafa lægst laun í þjóðfélagi er att út í verkföll fyrst. Svo koma allir hinir á eftir, hátekjufólkið, og heimta enn þá hærri laun. Þannig virkar þetta í reynd. Ég held að menn þurfi að fara að skoða hvort þetta sé það sem við viljum, að það séu hátekjumennirnir eða þeir sem valda mestu tjóni með verkfalli sínu einhverjum þriðja aðila sem eigi að hafa hæstu launin í þjóðfélaginu. Ég hef grun um að verkfallsrétturinn sé farinn að slá til baka. Hann veldur ekki bara þriðja aðila tjóni heldur líka fjórða aðila, þ.e. þjóðinni allri, með því að þjóðin tapi mörkuðum og með því að gengið fari á flökt.