Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 19:12:32 (7746)

2001-05-14 19:12:32# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[19:12]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta var í sjálfu sér, vil ég meina, ákveðin viðurkenning á því a.m.k. að hæstv. félmrh. væri ekki viss um að þessi grein stæðist eins og hún er. Mér þykir það mikilvæg yfirlýsing þó ég hefði gjarnan viljað heyra eitthvað skýrar um hvort það væri búið að skoða þetta í félmrn. því að ég veit að þar innan borðs eru þeir menn sem hvað færastir eru á þessu sviði og þekkja best til þess hvernig félagafrelsisákvæði stjórnarskrár og alþjóðasamninga virka. Ég spyr hæstv. ráðherra að því enn og aftur hvort þetta hafi verið skoðað í dag í ráðuneytinu.