Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 22:24:16 (7770)

2001-05-14 22:24:16# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[22:24]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Við erum að sjálfsögðu ekki reiðubúin að veita þessu makalausa frv. brautargengi hér í þinginu. Ástæðan fyrir því að við greiðum ekki atkvæði gegn því að málið gangi til nefndar heldur sitjum hjá við atkvæðagreiðsluna er sú ein að með þeim hætti er tryggt að samtök sjómanna, Sjómannasamband Íslands og Farmanna- og fiskimannasambandið, fái aðkomu að þessu máli.

Nú verður fylgst með því á hvern hátt tekið verður tillit til þeirra sjónarmiða sem þessi samtök og fulltrúar þeirra koma fram með í sjútvn. og væntanlega einnig í hæstv. félmn. sem hlýtur að fá þetta mál einnig til umfjöllunar.