Kjaramál fiskimanna og fleira

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 10:38:25 (7790)

2001-05-15 10:38:25# 126. lþ. 123.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, Frsm. minni hluta SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[10:38]

Frsm. minni hluta sjútvn. (Svanfríður Jónasdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Það hefur komið fram að íslensk ríkisstjórn hefur ítrekað fengið þau skilaboð frá ILO að nauðsynlegt væri að gerðardómur væri sjálfstæður og niðurstaðan ekki fyrir fram ákveðin með lagaákvæðum. Ég vil þess vegna spyrja hv. þm., formann sjútvn., hvort hann telji að með a-lið 2. gr., þar sem fjallað er um verð til viðmiðunar, hugtak sem finnst einungis í nýgerðum kjarasamningi vélstjóra, sé verið að ákveða niðurstöðu fyrir fram með lagaákvæði. Sömuleiðis með síðasta málslið í breytingartillögu hv. meiri hluta sjútvn. þar sem segir varðandi gildistíma þeirra kjaraákvæða sem gerðardómur á að komast að fyrir hönd annarra sjómanna, að hann geti í því sambandi haft hliðsjón af gildistíma annarra skyldra kjarasamninga. Hvað finnst hv. þm. um þau tvö atriði miðað við þær sendingar sem íslensk ríkisstjórn hefur áður fengið frá ILO varðandi það ekki eigi að skrifa niðurstöðuna fyrir fram inn í lagaákvæði?