Viðurkenning á menntun og prófskírteinum

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 11:38:49 (7809)

2001-05-15 11:38:49# 126. lþ. 123.12 fundur 591. mál: #A viðurkenning á menntun og prófskírteinum# (EES-reglur) frv. 49/2001, ÖJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[11:38]

Ögmundur Jónasson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil gera athugasemd við þessa málsmeðferð í þinginu. Hér kom fram ósk áðan um að hlé yrði gert á þingfundi og sú staða metin sem nú er komin upp. Ekki hefur verið orðið við þessari beiðni minni. Þess í stað hafa verið hafnar umræður um aðskiljanleg mál án þess að fólki hafi gefist ráðrúm til að íhuga málin. Nefndarmenn sem komið hafa að viðkomandi málum eru sumir hverjir á skrifstofum sínum, vissu ekki að til stæði að taka þessi mál til umfjöllunar nú. Ég vil því mótmæla þessum vinnubrögðum. Þetta er algerlega óásættanlegt. Ég ítreka kröfu mína og ósk um að hlé verði gert á þessum fundi á meðan rætt er um framhald þingstarfa. Það er óásættanlegt að fara fram með þessum hætti, algerlega óásættanlegt. Ég ítreka því þá ósk mína við stjórn þingsins að hlé verði gert á þessum fundi á meðan formenn þingflokka koma saman til að ræða um þinghaldið.