Kjaramál fiskimanna og fleira

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 15:09:37 (7825)

2001-05-15 15:09:37# 126. lþ. 123.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[15:09]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það hafi komið greinilega fram í máli forustumanna Sjómannasambandsins í nótt að þeir teldu betra af kannski tvennu illu að þurfa að búa við sinn gamla kjarasamning en að þurfa að una því að fá yfir sig það sem ,,Laxdæla`` átti að færa þeim og þau lög sem eru byggð á því. Ég er því sammála þingmanninum um þann skilning að þannig túlkuðu forustumenn Sjómannasambandsins þetta að það gæti orðið sú staða að það væri skárra fyrir þá sem þeir hafa svo metið þannig að þeir vilja aflýsa verkfallinu, að vera á sínum gamla samningi.