Kjaramál fiskimanna og fleira

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 15:10:37 (7826)

2001-05-15 15:10:37# 126. lþ. 123.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[15:10]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Annað atriði. Rætt hefur verið um alþjóðlegar skuldbindingar okkar hvað varðar rétt stéttarfélaga og vinnudeilur, samninga sem við höfum skrifað undir. Ég vil spyrja hv. þm. hvort hann geti verið sammála mér í þeirri túlkun að þær leiðbeinandi línur sem eru gefnar í frv. til gerðardómsins, sem leiðir e.t.v. til svipaðrar niðurstöðu og vélstjórar hafa samið um, að við munum ekki að hans mati lenda í vandræðum, málaferlum og jafnvel dómum í kjölfar á þessu frv., ef það verður að lögum.