Réttarstaða starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 18:37:52 (7854)

2001-05-15 18:37:52# 126. lþ. 123.21 fundur 573. mál: #A réttarstaða starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi# (EES-reglur) frv. 54/2001, Frsm. MS
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[18:37]

Frsm. félmn. (Magnús Stefánsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. félmn. um frv. til laga um útsenda starfsmenn.

Við umfjöllun málsins fékk nefndin á fund sinn nokkra gesti til að fara yfir málið og einnig bárust umsagnir frá nokkrum aðilum.

Með frumvarpinu er lagt til að lögfestar verði meginreglur tilskipunar Evrópusambandsins um störf útsendra starfsmanna í tengslum við veitingu þjónustu. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja slíkum starfsmönnunum ákveðna lágmarksvernd sem vinnuveitanda þeirra ber að veita í móttökuríkinu. Í frumvarpinu eru m.a. þau lagaákvæði sem taka til þessara réttinda talin upp og munu þá þær stjórnvaldsreglur sem settar hafa verið á grundvelli þeirra jafnframt gilda gagnvart starfsmönnunum. Þá er lagt til að starfsmennirnir geti höfðað mál á hendur vinnuveitanda sínum hér á landi vegna vanefnda á skyldum samkvæmt frumvarpinu.

Mælir nefndin með að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali, þ.e. 1238. Lagt er til að heiti frumvarpsins verði breytt og texti þess lagfærður í samræmi við það, auk þess sem nefndin leggur til smávægilegar orðalagsbreytingar.

Undir nál. skrifa allir hv. alþm., fulltrúar í félmn.