Kjaramál fiskimanna og fleira

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 18:48:35 (7860)

2001-05-15 18:48:35# 126. lþ. 123.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[18:48]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vil upplýsa þingið um að ég hef enga samúð með fólki sem veitir þessu makalausa frv. brautargengi. Ég hef hins vegar fulla samúð með þeim sem þetta frv. bitnar á. Það er blaut tuska í andlitið á mönnum sem hafa staðið í verkfalli í sex vikur.

Nú þegar verkfall sjómanna er farið að bíta og hillir undir lausn þá lætur ríkisstjórnin höggið ríða. Við greiðum atkvæði gegn frv. og sitjum hjá við allan bútasaum og þótt einhverjar betrumbætur kunni að verða gerðar á frv. þá verður það eftir sem áður mannréttindabrot.