Kjaramál fiskimanna og fleira

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 18:49:32 (7861)

2001-05-15 18:49:32# 126. lþ. 123.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, JÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[18:49]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Enn ein aðför stjórnvalda að félagslegum réttindum sjómanna er nú gerð. Enn á ný blanda stjórnvöld sér í samningamál sjómanna og útvegsmanna um kaup og kjör. Við meðferð málsins hefur orðið ljóst að grundvöllur þeirrar lagasetningar sem á að fara hér fram var fenginn með þríhliða viðræðum milli Vélstjórafélags Íslands, Landssambands íslenskra útvegsmanna og fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Hér á síðan að þröngva þessari niðurstöðu upp á önnur samtök sjómanna. Slíkt er óhæfa. Samfylkingin mótmælir þessu. Ég greiði atkvæði gegn 1. gr. þessa frv.