Húsaleigubætur

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 19:03:49 (7862)

2001-05-15 19:03:49# 126. lþ. 123.19 fundur 625. mál: #A húsaleigubætur# (réttur til bóta o.fl.) frv. 52/2001, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[19:03]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Við erum að greiða atkvæði um brtt. við 3. gr. þar sem einstæðum foreldrum sem búa tímabundið í íbúðum á vegum Félags einstæðra foreldra og þurfa að deila e.t.v. eldhúsi og annarri aðstöðu fá sama rétt og fatlaðir á sambýlum og námsmenn sem eru með herbergi á leigu á heimavist til að fá húsaleigubætur. Okkur þingmönnum Samfylkingarinnar finnst þetta réttlætismál. Það er ekkert síður erfitt hjá þessum hópi og teljum við eðlilegt að hann fái sömu réttindi og námsmenn á heimavistum eða námsgörðum. Ég segi já.