Orð sjávarútvegsráðherra

Miðvikudaginn 16. maí 2001, kl. 10:21:27 (7876)

2001-05-16 10:21:27# 126. lþ. 124.94 fundur 555#B orð sjávarútvegsráðherra# (um fundarstjórn), SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 126. lþ.

[10:21]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Mér finnst það mjög alvarlegt ef þingmenn hér á hinu háa Alþingi fá ekki að bera af sér sakir sem fram koma í ræðu þess aðila sem síðastur talar, þegar verið er að tala um mál af þessu tagi. Ég uni því ekki að hæstv. sjútvrh. komi hér og væni mig um að vera að snúa út úr sínu máli. Það sem ég hef vitnað í úr máli hæstv. sjútvrh., þegar hann gaf mönnum ákveðin fyrirheit um hvernig brugðist yrði við ef þeir aflýstu verkfalli, er nákvæmlega eftir honum haft. Nákvæmlega eftir honum haft. Hann sagði, herra forseti, að það væri ekki ástæða til gerðardóms, enda yrði megintilgangi frv. náð og flotinn gæti aftur farið til veiða.

Og þetta endurtók hæstv. ráðherra efnislega hér í gær.

Herra forseti. Ég uni því ekki þegar ég vitna beint í orð hæstv. sjútvrh. að hann komi hér upp, væni mig um óheilindi og að ég sé að snúa út úr orðum sínum. Hann verður að standa við orð sín.