Orð sjávarútvegsráðherra

Miðvikudaginn 16. maí 2001, kl. 10:24:21 (7879)

2001-05-16 10:24:21# 126. lþ. 124.94 fundur 555#B orð sjávarútvegsráðherra# (um fundarstjórn), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 126. lþ.

[10:24]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil biðja hv. þingmenn að hætta frammíköllum. (SJS: Ég vil bera af mér sakir, forseti.) Ég vil biðja hv. þingmenn að hætta frammíköllum og veita forseta svigrúm til að segja nokkur orð.

Ég geri mér grein fyrir að þær 20 mínútur sem ætlaðar voru til að ræða störf þingsins hafa ekki dugað. Og auðvitað getur komið upp ágreiningur milli alþingismanna um það hvernig skilja ber einstök ummæli stjórnmálamanna sem kunna að haga orðum sínum. En ég vil biðja hv. þm. að halda sig við þingsköp.

Hv. 3. þm. Norðurl. e., Steingrímur J. Sigfússon, óskar að bera af sér sakir. (Gripið fram í.)

Hv. þm. hafði kvatt sér hljóðs til að bera af sér sakir. Ekki heyrði ég betur.