Kjaramál fiskimanna og fleira

Miðvikudaginn 16. maí 2001, kl. 14:48:28 (7902)

2001-05-16 14:48:28# 126. lþ. 125.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 126. lþ.

[14:48]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að þarft væri fyrir umræðuna að skýrt kæmi fram hvort Landssamband ísl. útvegsmanna er farið að beita verkbönnum með þeim hætti sem hv. þm. lýsti áðan, þ.e. halda úti verkbönnum eftir að verkföllum hefur verið aflýst og nota verkbönn þannig til að knýja stjórnvöld til að setja lög á kjaradeilur.

Ég vil þess vegna spyrja hv. þm. hvort það hafi verið kannað og hvort Landssamband ísl. útvegsmanna hafi verið spurt og hafi fengist skýr svör við því að þeir ætluðu að halda úti verkbönnum eftir að verkföllum hefði verið aflýst.