Kjaramál fiskimanna og fleira

Miðvikudaginn 16. maí 2001, kl. 17:37:14 (7928)

2001-05-16 17:37:14# 126. lþ. 125.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 126. lþ.

[17:37]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Hér er ekki verið að setja lög. Hér er verið að setja ólög. Ég mótmæli vinnubrögðum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og ég mótmæli framgöngu hæstv. sjútvrh. Árna M. Mathiesens í þessu máli. Ég mótmæli bæði vinnubrögðunum og ég mótmæli efni þess máls sem hér er á ferðinni.

Ég lýsi allri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni og meiri hluta hennar, þeim hluta hans sem ætlar að greiða þessu frv. atkvæði sitt, á þeim mannréttindabrotum og þeirri valdníðslu sem hér á að eiga sér stað. Sérstaklega mótmæli ég því að aðilar sem ekki hafa komið að þessari deilu skuli samt sviptir grundvallarmannréttindum, stjórnarskrárbundnum, lögvörðum og samningsbundnum mannréttindum með þeim hætti sem hér á að fara að gera. Það er mikil óhæfa, herra forseti. Ég segi nei.