Kjaramál fiskimanna og fleira

Miðvikudaginn 16. maí 2001, kl. 17:43:10 (7933)

2001-05-16 17:43:10# 126. lþ. 125.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, HjÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 126. lþ.

[17:43]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Deilur útgerðarmanna og sjómanna eru í slíkum hnút að ekki einu sinni ríkissáttasemjari treystir sér til þess að leggja fram málamiðlunartillögu. Með samþykkt þessa frv. er verið að bregðast við pattstöðu í samskiptum útgerðarmanna og sjómanna. Með samþykkt frv. er verið að höggva á hnút og koma í veg fyrir gjaldþrot margra heimila og fyrirtækja. Með samþykkt frv. er verið að koma í veg fyrir efnahagslegt öngþveiti á Íslandi og þess vegna segi ég já.