Kjaramál fiskimanna og fleira

Miðvikudaginn 16. maí 2001, kl. 17:46:27 (7936)

2001-05-16 17:46:27# 126. lþ. 125.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, félmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 126. lþ.

[17:46]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Auðvitað er alltaf hreinn neyðarkostur að setja niður kjaradeilur með gerðardómi en þessi deila hefur staðið lengi, verkfall og verkbann á sjöundu viku. Þar sem engar líkur voru á að deiluaðilar næðu saman í fyrirsjáanlegri framtíð hefði það verið ábyrgðarleysi af stjórnvöldum að láta deiluna áfram afskiptalausa.

Ég tel að þessi lausn samrýmist þeim alþjóðasamningum sem við erum aðilar að. Því segi ég já.