Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 10:55:08 (7959)

2001-05-17 10:55:08# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[10:55]

Frsm. 2. minni hluta samgn. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Sala Landssímans er að stórum hluta viðskiptalegs eðlis. Ekki fór á milli mála í heimsóknum þeirra manna, sem hv. formaður samgn. hefur hér talið upp og komu á fund nefndarinnar, að þeir vöruðu alvarlega við sölunni með þeim hætti sem hún var kynnt af tæknilegum ástæðum og þjónustuástæðum um allt land. Þetta er því að meiri hluta viðskiptalegs eðlis.

Herra forseti. Einnig kom fram hjá þeim sem komu á fund nefndarinnar að afar miklu máli skipti hvernig ríkið ætlaði að selja eða bjóða hin 51% sem verður haldið eftir í fyrstu umferð.

Ég vil því leyfa mér að spyrja formann nefndarinnar og framsögumann hér: Hvað liggur fyrir um frekari sölu á Landssímanum en það sem nú hefur verið greint, 49%? Er hann sammála þeim orðum hæstv. utanrrh. sem höfð voru eftir honum í viðtali 26. apríl sl., með leyfi forseta:

,,Við munum hins vegar á næstu mánuðum eða missirum ekki selja meiri hlutann í fyrirtækinu.``

Er hann sammála því og hvað telur hann að þessi orð merki?