Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 10:57:02 (7960)

2001-05-17 10:57:02# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, Frsm. meiri hluta ÁJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[10:57]

Frsm. meiri hluta samgn. (Árni Johnsen) (andsvar):

Herra forseti. Rétt er að árétta að það atriði sem gekk eins og rauður þráður í gegnum umræðu um frv., sérstaklega í viðræðum við aðila úti á landsbyggðinni, var jafn aðgangur, jafn kostnaður að grunnnetinu, að grunnlínu. Þetta áréttar meiri hluti samgn. í áliti sínu eins og ég hef gert grein fyrir.

Varðandi síðari spurningu hv. þm. Jóns Bjarnasonar þá er það ljóst og hefur komið fram, m.a. í samgn., að unnið er faglega að verðlagningu Landssímans sem fyrirtækis. Þessi lög heimila sölu hans. Engar tímasetningar eru uppi enda vart tímabært í smáatriðum að öðru leyti en því sem getið er um í áliti samgn.