Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 15:13:09 (7997)

2001-05-17 15:13:09# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[15:13]

Frsm. 2. minni hluta samgn. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. þurfti nú ekki að rekja aftur ræðu sína með vandræðin og það hvernig ætti að bjarga þjónustunni í framtíðinni. En gott og vel.

Telur Framsfl. ekki að það þurfi að liggja fyrir verð á Landssímanum áður en hann er seldur? Eða skiptir það bara alls engu máli? Er bara um að gera að selja, selja og selja, án þess að nokkru máli skipti hvert verðið er eða kjörin?

Að lokum, herra forseti. Ég hef vitnað hér til fyrirvara eða orða hæstv. utanrrh. um að ekki standi til að selja meiri hlutann í fyrirtækinu á næstu mánuðum eða missirum. Mér finnst afar mikilvægt hvaða stefnu og staðfestu Framsfl. hefur í þessari framtíð sinni. Það skiptir afar miklu máli bæði fyrir neytendur og fyrir kaupendur.