Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 21:09:47 (8030)

2001-05-17 21:09:47# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[21:09]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég held að málið í heild sé alveg á tæru. Það er verið að heimila að selja allan eignarhluta ríkisins í Landssíma Íslands.

En eins og ég kom inn á áðan tel ég mun heppilegra að gefin verði út skýr fyrirmæli um hvernig eigi að selja hin 51%. Ég held að búið sé að koma þeim skilaboðum á framfæri. Ég hef þessa skoðun. Aðrir hafa kannski aðra skoðun. Það er hægt að benda á að verðbréfamiðlaðar, sérfræðingar geta kannski bent mér á haldbetri rök. En ég mun ítreka þessa skoðun mína á fleiri stöðum en einungis hér.