Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 21:10:36 (8031)

2001-05-17 21:10:36# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[21:10]

Frsm. 2. minni hluta samgn. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég vek athygli á að hér er enginn að spyrja um skoðun heldur um ákvörðun.

Varðandi þá fullyrðingu hv. þm. að svokallaðir samkeppnisaðilar Landssímans um þjónustu, sem eru fyrst og fremst samkeppnisaðilar um afmörkuð verkefni á afmörkuðum svæðum, hefðu sagt það og höfðu mælt með því að Landssíminn og grunnnetið yrðu seld í einu lagi, þá er það mesti misskilningur. Þeir sögðu að við núverandi aðstæður væri ekki komin samkeppnisstaða um allt land. Þá mundi slíkt styrkja einokunaraðstöðu Landssímans sem einkavædds fyrirtækis. Það er ekki alveg rétt með farið hjá hv. þm.