Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 21:20:35 (8040)

2001-05-17 21:20:35# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[21:20]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Þorgerður Gunnarsdóttir hélt því fram að þessi sala væri í samræmi við óskir starfsmanna. Ég vék að því í máli mínu áðan að eflaust væru skiptar skoðanir þeirra á meðal, en venjan er þegar leitað er eftir áliti starfsmanna að snúa sér til hagsmunasamtaka þeirra. Þau samtök hjá Símanum heita Félag íslenskra símamanna. Þau samtök voru aldrei kölluð til fundar við hv. samgn. Ég var að fá þetta upplýst í símtali við formann Félags íslenskra símamanna fyrir stundu. Starfsmannafélags Landssímans var sett á laggirnar á sínum tíma af stjórn fyrirtækisins, allir starfsmenn voru skrifaðir í félagið og þannig gátu menn komist úr því félagi með því að segja sig lausa frá því. Það félag annast skemmtanir, ferðalög og annað slíkt gagnlegt. Ég ætla ekki að gera lítið úr því. En þetta eru ekki hin eiginlegu hagsmunasamtök starfsmanna. Er hv. þm. kunnugt um þetta?