Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 22:30:12 (8054)

2001-05-17 22:30:12# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[22:30]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Nú bregður svo við að það skiptir engu máli í dag fyrir fyrirtæki sem nota 2Mb flutningslínur vegna þess að þessi viðmiðun er ekki notuð. Engu máli skiptir hvort mæld er loftlína eða lína eftir þjóðvegum eða öðru. Það er ATM-netið sem er notað í dag í viðskiptum hjá þessum fyrirtækjum. (KLM: En ef þau vilja fá leigulínu?) Ef þau vilja fá leigulínu þá kostar hún meira. En það er það verkefni sem ég var að tala um að er fram undan hjá okkur. Við tryggjum ekki í kvöld að fallið verði frá því regluverki sem notað er um alla Evrópu, að kostnaður sé grundvallaður á gjaldskrá símafyrirtækja. Við getum ekki vikið okkur undan þeim reglum.

En við hv. þm. Kristján L. Möller erum sammála um að verk okkar er að lækka þann kostnað. Með samningunum um Símann sem ég stóð fyrir að voru gerðir er mikilvægt skref stigið.