Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 22:32:54 (8056)

2001-05-17 22:32:54# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[22:32]

Frsm. 2. minni hluta samgn. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg ljóst að við erum á öndverðri skoðun um það hvernig beri að standa að almannaþjónustu í landinu. Vinstri hreyfingin -- grænt framboð er andvíg því að einkavæða og selja almannaþjónustu sem getur síðan lent í og er líklegt að lendi í því að verða einkarekin einokun fljótlega.

Það skiptir engu að síður máli, herra forseti, hvernig er með einkavæðinguna og eignarhöldin. Það hafa komið fram, bæði í umfjöllun í samgn. og eins á þingi og í umfjöllun um málið, yfirlýsingar um hvenær síðari hluti sölunnar verði framkvæmdur, hve lengi ríkið mun standa við að eiga meiri hlutann því vissulega er það nokkur trygging fyrir neytendur í landinu öllu að ríkið eigi þó meiri hlutann. Mig langar heyra hjá hæstv. samgrh. hvað er þar á ferð.