Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 22:35:30 (8058)

2001-05-17 22:35:30# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[22:35]

Frsm. 2. minni hluta samgn. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er mjög magurt svar og skiptir miklu máli hvort menn tala, eins og hæstv. utanrrh. segir, í mánuðum eða missirum. Þar er töluvert mikill munur á. Ég krefst þess, herra forseti, að talað sé hreint út. Menn geta þá sagt að á næstu þremur árum muni ekkert gerast til að segja þó eitthvað. En mér finnst samt það vera allt of loðið og annaðhvort er samkomulag eða ekki á milli ríkisstjórnarflokkanna í þessu. Fróðlegt væri að fá að heyra áður en þessari umræðu lýkur hvað hæstv. utanrrh. í rauninni meinar í yfirlýsingu sinni, herra forseti. Ekki þorir hæstv. samgrh. að tjá sig fekar um það greinilega af ótta við eitthvað í samstarfi þessara tveggja flokka.