Málefni smábáta og starfsáætlun þingsins

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 10:04:42 (8078)

2001-05-18 10:04:42# 126. lþ. 128.91 fundur 563#B málefni smábáta og starfsáætlun þingsins# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[10:04]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil minna hv. þm. á að ekki er ætlast til þess að tekin séu upp ný efnisatriði eftir að slegið hefur verið í bjöllu.

Ég vil af þessu tilefni taka fram að boðað var til þingfunda kl. 10 árdegis. Störf þingsins verða að hafa sinn gang en hæstv. sjútvrh. er upptekinn á fundi ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt þeirri dagskrá sem liggur fyrir var gert ráð fyrir því að taka fyrst til umræðu mál sem eru til 3. umr. og mál sem koma úr nefndum. Ég vissi ekki betur þegar ég boðaði til fundar í gær en þingmenn teldu eðlilegt að störf þingsins gætu haldið áfram.