Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 12:06:54 (8104)

2001-05-18 12:06:54# 126. lþ. 128.3 fundur 521. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv. 70/2001, Frsm. 2. minni hluta ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[12:06]

Frsm. 2. minni hluta efh.- og viðskn. (Ögmundur Jónasson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson vék réttilega að því að eðlilegt væri að ræða efnahagslega þætti þessa máls og saknaði þess úr ræðu minni. Við, fulltrúar Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs, höfum hins vegar bæði við þessa umræðu og umræðuna um málefni Landssímans bent á að mikilvægt er fara rækilega í saumana á efnahagslegum afleiðingum þessarar stefnu.

Herra forseti. Ég vil vekja athygli hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar á því að hingað til Alþingis er komin hæstv. viðskrh. Það verður fróðlegt að heyra hennar svör, hvernig hún bregst við þeirri yfirlýsingu hæstv. samgrh. um sölu á ríkiseignum, að það sé ekki stefnt að því að ná sem hæstu verði fyrir þessar eignir þjóðarinnar. Þær stangast algerlega á við yfirlýsingar sem áður hafa verið gefnar og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig hæstv. viðskrh. skýrir þau mál eftir því sem umræðunni vindur fram.