Tilhögun þingfundar

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 14:01:32 (8110)

2001-05-18 14:01:32# 126. lþ. 128.95 fundur 567#B tilhögun þingfundar# (um fundarstjórn), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[14:01]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vil beina fyrirspurn til hæstv. forseta um hvernig hann hyggst halda á málum. Hér var skýrt frá því í morgun ef ég tók rétt eftir að fyrirhuguð væri atkvæðagreiðsla klukkan tvö, eða að loknu hádegishléi. Ég stóð alla vega í þeirri meiningu, nema að hún hafi verið boðuð klukkan hálftvö. Alla vega situr það í mér að til hafi staðið að hafa atkvæðagreiðslu um þetta leyti.

Hvaða áform eru uppi núna um framvinduna í þingstörfum? Ég óska eftir því að hæstv. forseti geri okkur grein fyrir því.