Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 18:36:09 (8175)

2001-05-18 18:36:09# 126. lþ. 128.13 fundur 648. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (atvinnurekstrarleyfi) frv. 81/2001, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[18:36]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá efh.- og viðskn. um frv. til laga um breyting á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.

Frv. þetta er lítið í sniðum. Það er tvær greinar og er önnur gildistökugrein. Frv. gengur út á það að fella niður ákvæði um svokölluð atvinnurekstrarleyfi fyrir útlendinga.

Nefndin fékk á sinn fund fulltrúa viðskrn. sem kynnti sér til viðbótar umsagnir sem félmn. höfðu borist um mál sem eru um atvinnuréttindi útlendinga og eru til afgreiðslu í þinginu á sama tíma og er tengt þessu máli.

Virðulegi forseti. Nefndin gerir tillögu um að þetta mál verði samþykkt óbreytt. Undir það rita allir nefndarmenn.