Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 20:13:46 (8187)

2001-05-18 20:13:46# 126. lþ. 128.3 fundur 521. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv. 70/2001, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[20:13]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa flutt fjölmargar tillögur sem miða allar að því að eðlilega verði staðið að sölu á bönkunum miðað við núverandi markaðsaðstæður. Einnig höfum við mælt fyrir því að þjóðin fái hámarksverð fyrir þessa eign sína og komið verði í veg fyrir einokun og markaðsráðandi stöðu í bankakerfinu. Þessar tillögur hafa allar verið felldar, m.a. þær sem miðuðu að því að tryggja starfsöryggi starfsmanna.

Í þeim búningi sem málið er nú treysta þingmenn Samfylkingarinnar sér ekki til þess að styðja það og sitja hjá við lokaafgreiðslu málsins.