Vextir og verðtrygging

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 20:24:13 (8190)

2001-05-18 20:24:13# 126. lþ. 128.12 fundur 566. mál: #A vextir og verðtrygging# (heildarlög) frv. 38/2001, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[20:24]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Í þessari lagagrein er kveðið á um hvernig reikna skuli dráttarvexti. Samkvæmt þeirri reiknireglu sem hér er fest í lög gætu dráttarvextir orðið 25,9%. Nú eru þeir 23,5% og þykja ærnir. Fyrir hverja milljón þarf einstaklingur sem lendir á dráttarvöxtum að greiða 235 þús. kr. á ári hverju. Þetta þykja mönnum óhóflegir vextir og líkja við okur. Þetta lagafrv. tekur ekki á þessum vanda. Þess vegna getum við ekki stutt þessa grein frv.