Tollalög

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 23:12:22 (8214)

2001-05-18 23:12:22# 126. lþ. 128.18 fundur 731. mál: #A tollalög# (grænmetistegundir) frv. 86/2001, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[23:12]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hafa áður verið gerðir alþjóðlegir og fjölþjóðlegir samningar sem snerta ýmsar atvinnugreinar og falla undir ákveðna fagráðherra, en tollamál þeirra atvinnugreina falla engu að síður undir fjmrh.

Vissulega er ábyrgðin á landbúnaði hjá hæstv. landbrh., en að sama skapi er það þannig að við höfum ákveðið að tollamálin almennt falli undir forræði fjmrh. og þannig á það að vera. Það er skoðun mín þrátt fyrir að gerðir séu viðskiptasamningar og ekki síst kannski vegna þess að það þurfi að vera heildstætt yfirlit yfir stöðu tollamála okkar og það eigi að vera á einum stað. Hins vegar má eins vera samráðsnefnd skipuð fulltrúum þessara þriggja ráðuneyta þar sem ákvörðun er tekin eins og gert er í dag eftir þeim upplýsingum sem við fengum.