Tollalög

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 23:13:32 (8215)

2001-05-18 23:13:32# 126. lþ. 128.18 fundur 731. mál: #A tollalög# (grænmetistegundir) frv. 86/2001, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[23:13]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér er um stöðu atvinnuvegarins að ræða. Það er þetta flæði vörunnar. Það eru þær leiðir sem alþjóðasamningurinn byggir á þannig að ég er á öndverðri skoðun við hv. þm.

Þetta eru sérmál sem snúa að sérsamningum fyrir utan hitt að það kom fram í máli hv. þm. að Alþingi skipaði þessum málum með þessum hætti, en setti jafnframt lögbundna nefnd þar sem menn frá landbrn., fjmrn. og viðskrn. koma ætíð að þeim málum, marka stefnu og gera tillögur til ráðherra.

Ég ætla ekki að deila um það hér, en ég þakka breyttan tón og gott starf nefndarinnar sem hefur náð samstöðu í þessu vandasama máli sem er auðvitað eitt skref á langri leið til að reyna að skipa þessum málum betur en hefur verið síðustu árin. Ég fagna því að samstaða hefur náðst og trúi því að sú nefnd sem ég skipaði, grænmetisnefndin, muni fljótlega senda frá sér fleiri tillögur um hvernig að þessum málum verði staðið sem ég tel mjög mikilvægt.

Ég þakka einnig að málflutningur Samfylkingarinnar er í kvöld málefnalegri en hann var þegar foringinn talaði fyrir nokkrum dögum.