Tollalög

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 23:15:11 (8216)

2001-05-18 23:15:11# 126. lþ. 128.18 fundur 731. mál: #A tollalög# (grænmetistegundir) frv. 86/2001, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[23:15]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Alþingi tók þá ákvörðun á sínum tíma að færa þessi tollamál undir landbrn. og komst að þeirri niðurstöðu eftir mikið og langt stríð milli ráðuneyta um fyrirkomulag þessara mála. Ég er enn jafnsannfærð, eftir að hafa hlustað á hæstv. ráðherra, um að tollamál eigi að vera í fjmrn.

Hefur tónninn breyst hjá Samfylkingunni? Nei, allt sem ég hef sagt og öll sú vinna sem fulltrúar Samfylkingarinnar fóru í í efh.- og viðskn. byggir á þeirri afstöðu sem áður hafði ítarlega verið rædd í þingflokki okkar. Hið nákvæmlega sama hefur formaður Samfylkingarinnar, hv. þm. Össur Skarphéðinsson, sagt áður. Hins vegar var allt of lítið um málefnaleg svör hæstv. ráðherra í þeirri umræðu.