Raforkuver

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 23:32:10 (8223)

2001-05-18 23:32:10# 126. lþ. 128.49 fundur 722. mál: #A raforkuver# (stækkun Nesjavallavirkjunar) frv. 80/2001, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[23:32]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Hv. þm. Össur Skarphéðinsson, þetta eru ...

(Forseti (GÁS): Forseti verður að áminna þingmanninn vegna þess það ber að ávarpa forseta fyrst og síðast.)

Virðulegi forseti. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson er með hártoganir. Ég skýrði það mjög vel að við höfum aldrei sett okkur á móti virkjunum. Við viljum bara nota orkuna á annan hátt. Ég skýrði það líka í máli mínu þegar ég var að fara í gegnum frv. að ég gerði mér grein fyrir því að við hefðum ekki umboð til þess að hafa áhrif á það hvernig Orkuveita Reykjavíkur óskar að ráðstafa orku sinni.

Við vitum vel að fyrsti áfangi Nesjavallavirkjunar er líka byggður til þess að fóðra stóriðju í raun og veru og það er þess vegna sem ég get ekki haft áhrif á það, því að virkjunin sem slík er góður kostur. Þetta er vistvæn orka og hún er góður kostur.