Orð forseta um Samkeppnisstofnun

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 10:02:25 (8257)

2001-05-19 10:02:25# 126. lþ. 129.92 fundur 570#B orð forseta um Samkeppnisstofnun# (aths. um störf þingsins), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[10:02]

Ögmundur Jónasson:

Reyndar lýtur það að öðru máli. Hér fyrst á dagskránni er umræða um sölu Landssímans og ég vil koma þeirri ósk á framfæri að þeirri umræðu ljúki ekki. Reyndar væri eðlilegast að hún hefjist ekki án þess að hæstv. utanrrh., formaður Framsfl., sé til staðar. Mjög misvísandi yfirlýsingar hafa komið fram um sölu Landssímans sem og reyndar annarra opinberra stofnana eða stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins sem stendur til að selja, bæði hvað varðar söluandvirðið og hvernig staðið skuli að þessum málum. Mér finnst mjög mikilvægt að þessi mál liggi skýr og ljós fyrir áður en umræðunni lýkur og þessi frumvörp eru gerð að lögum.

Ég kem þeirri ósk á framfæri að hæstv. utanrrh., formaður Framsfl., verði til staðar við lokaumræðu um Landssímann.

(Forseti (HBl): Það eru fordæmi fyrir því að þingmenn óski eftir nærveru ráðherra og ég mun koma þessu áleiðis.)