Orð forseta um Samkeppnisstofnun

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 10:09:35 (8263)

2001-05-19 10:09:35# 126. lþ. 129.92 fundur 570#B orð forseta um Samkeppnisstofnun# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[10:09]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég held að kominn sé tími til að rifja upp það sem gerðist. Það var að fundið var að því við hæstv. ráðherra að tiltekinni skýrslu frá Samkeppnisstofnun hafði ekki verið dreift í þingsölum. Ég hafði þá þegar spurt hvort einhver tregða væri hjá Alþingi að dreifa skýrslunni. Svo var ekki en hæstv. ráðherra hafði beðist afsökunar á því að skýrslunni skyldi ekki hafa verið dreift og var þar eins og hæstv. ráðherra getur sjálfur útskýrt betur um bilun í prentsmiðju að ræða.

Hitt vil ég segja að engin meiðandi ummæli fólust í ummælum mínum sem ég hafði um þetta efni. Það er svo einfalt mál. Ég vil líka segja að virðing Alþingis bíður ekki hnekki við það þó að mistök eigi sér stað í prentsmiðjum og ekki sé hægt að dreifa skýrslum af þeim sökum.