Orð forseta um Samkeppnisstofnun

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 10:10:38 (8264)

2001-05-19 10:10:38# 126. lþ. 129.92 fundur 570#B orð forseta um Samkeppnisstofnun# (aths. um störf þingsins), BH
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[10:10]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Það er í sjálfu sér léttir að heyra að hæstv. forseti hafi ekki í huga að viðhafa meiðandi ummæli um þessa stofnun. En það vill svo vel til að í Morgunblaðinu í dag eru þessi ummæli hæstv. forseta endurtekin og ég geri ráð fyrir því að þingfréttaritari Morgunblaðsins hafi haft þau rétt eftir. Til þess að þau séu rifjuð upp segir hér, herra forseti:

,,Forseti veit ekki hvort hann getur tekið undir það að um virðingu þingsins sé að tefla þegar við erum að tala um skýrslu frá Samkeppnisstofnun.``

Svo mörg voru þau orð, herra forseti, og það er hvers og eins að meta hvaða broddur felist í þeim.