Orð forseta um Samkeppnisstofnun

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 10:12:47 (8268)

2001-05-19 10:12:47# 126. lþ. 129.92 fundur 570#B orð forseta um Samkeppnisstofnun# (aths. um störf þingsins), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[10:12]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Ég held að ekki sé ástæða til að hafa þessa orðræðu miklu lengri. Forseti hefur sjálfur tekið skýrt fram að ekki hafi falist nein meiðandi ummæli í orðum hans í gærkvöld og ég er sammála honum í því. Auðvitað var leitt að ekki var hægt að dreifa skýrslunni fyrr en gert var en ráðherra hefur nú skýrt okkur frá af hverju það stafaði. Mér finnst það vera mjög athyglisvert hvað þingmenn Samfylkingar eru óskaplega hörundsárir þegar Samkeppnisstofnun á í hlut. Við erum öll sammála um að Samkeppnisstofnun sé mikilvæg stofnun og ég hef ekki séð neina ástæðu til að vera svona óskaplega hörundsár út af ummælum forseta í gærkvöld.