Orð forseta um Samkeppnisstofnun

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 10:15:27 (8271)

2001-05-19 10:15:27# 126. lþ. 129.92 fundur 570#B orð forseta um Samkeppnisstofnun# (aths. um störf þingsins), HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[10:15]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Ég tek í fyrsta lagi undir mikilvægi Samkeppnisstofnunar, en í framhaldi af því líka undra mig líka á þeirri ólund sem Samfylkingin sýnir þegar hún stígur úr rúmi núna snemma morguns. Ég hygg að það hafi komið fram, og tek undir ágæta skýringu hv. þm. Sverris Hermannssonar, að hæstv. forseti hefur skýrt ummæli þau sem hann viðhafði í gær. Ég vil lýsa því yfir að ég vona að hæstv. forseti láti ekki af þeirri gamansemi sem hann á til í ræðustóli. En jafnframt í tilefni af orðum hv. þm. Jóhanns Ársælssonar sem mér fannst draga í efa trúnað við hæstv. forseta, held ég að ástæða sé til að lýsa yfir fullum stuðningi við störf hæstv. forseta í þingsölum og ég ítreka að ég vona að gamansemin hverfi ekki úr munni hæstv. forseta.