Tekjuskattur og eignarskattur

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 10:24:41 (8275)

2001-05-19 10:24:41# 126. lþ. 129.52 fundur 742. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (stofnverð hlutabréfa í sparisjóði) frv. 60/2001, Frsm. VE (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[10:24]

Frsm. efh. og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga frá efh.- og viðskn. Frv. þetta er um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Mál þetta tengist þeim heimildum til breytinga á sparisjóðum í hlutafélög sem hafa verið til meðferðar í þinginu. Málið snýst um að skilgreina kaupverð hlutabréfa í eigu stofnfjáreigenda. Þetta er nauðsynlegt af skattalegum ástæðum þar sem bréf þessi geta síðan gengið kaupum og sölum. Því er nauðsynlegt að kaupverð þeirra sé vel skilgreint þannig að hægt sé að reikna út hver skattskyldur söluhagnaður verði af slíkum bréfum ef til sölu þeirra kemur.

Virðulegi forseti. Þetta mál var rætt í 2. umr. um þá breytingu á lögum um viðskiptabanka og sparisjóði sem tengdist heimildum sparisjóðanna til breytingar í hlutafélög. Ég vísa til greinargerðarinnar, en að öðru leyti er óþarfi að ræða þetta mál. Ég geri ekki tillögu um að málið fari aftur til nefndar heldur beint til 2. umr.