Stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 13:41:41 (8307)

2001-05-19 13:41:41# 126. lþ. 129.5 fundur 480. mál: #A stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða# frv. 40/2001, JB (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[13:41]

Jón Bjarnason (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs er á móti þessu frv. Hann telur að með þessu sé verið að ganga á eðlilegan rétt Vestfirðinga til að lifa mannsæmandi og eðlilegu lífi í sínum fjórðungi. Hann telur að þann vanda sem ætlunin er að leysa með frv., þ.e. leysa fjárhagsvanda Vestfirðinga, leysa fjárhagsvanda félagslega íbúðakerfis Vestfirðinga, eigi að gera með öðrum hætti en þeim að flytja frv. til laga um stofnun hlutafélags um orkubúið sem síðan gefur þeim tækifæri til að selja það samkvæmt kröfu ríkissjóðs. Við erum því andvíg þessu frv.