Stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 13:42:45 (8308)

2001-05-19 13:42:45# 126. lþ. 129.5 fundur 480. mál: #A stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða# frv. 40/2001, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[13:42]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Það væri sök sér að styðja það að Vestfirðingar gætu gert skipulagsbreytingar í orkufyrirtækjum sínum og þau sveitarfélög sem kynnu að óska þess að losa þar um eignir ef þau fengju að gera það á eðlilegum og hlutlausum forsendum, en það stendur ekki til heldur er ósvífnin þvílík af hálfu ríkisstjórnarinnar að það á að sæta færis og notfæra sér bágar aðstæður sveitarfélaga á Vestfjörðum til að skilyrða kaup ríkisins á þessu fyrirtæki því að tilteknar skuldir sveitarfélaganna við ríkið verði gerðar upp.

Þetta eru þvingunar- og afarkostir, herra forseti, sem eru ekki sæmandi og það er langt síðan, herra forseti, að ég tel að maður hafi séð svona lúalega neytt aflsmunar í samskiptum aðila eins og ríkið ætlar hér að gera gagnvart bágstöddum sveitarfélögum á Vestfjörðum. Ég segi nei.