Áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 14:02:49 (8315)

2001-05-19 14:02:49# 126. lþ. 129.14 fundur 348. mál: #A áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa# (heildarlög) frv. 76/2001, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[14:02]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Er þá hv. framsögumaður samgn. í raun og veru að segja að ákvæðið í niðurlagi 9. gr. sé óþarft miðað við þessa viðbótarreglu sem hann er búinn að setja inn? Sem mér er sagt að eigi að ná sérstaklega yfir fjögur skip. Ég tel að 9. gr. sé almenn og taki almennt alveg á svona vandamálum. Þess vegna sé hin sérstaka hækkun vegna fjögurra skipa algjörlega óþörf. Það mun enginn missa réttindi á viðkomandi skip sem breytist vegna mælingareglna.