Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 14:41:08 (8331)

2001-05-19 14:41:08# 126. lþ. 129.38 fundur 732. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (grunnlífeyrir, tekjutryggingarauki, frítekjumark o.fl.) frv. 93/2001, BH (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[14:41]

Bryndís Hlöðversdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þessi framgangur mála er náttúrlega engan veginn viðunandi. Við vorum í miðju kafi að ræða annað mál eins og hér hefur komið fram. Reyndar áttum við von á því að vera boðuð til skrafs og ráðagerða við hæstv. forseta um framhald þingstarfanna. Ég hefði talið, ef menn ætla að fara að slíta sundur umræður og hoppa á milli dagskrármála, að eðlilegt væri að hafa um það samráð, herra forseti. Ég tek því undir þá kröfu að a.m.k. á meðan ekki er skýrt hvert framhaldið verður á þessum þingfundi og um framhald þessa þings, að haldið sé áfram með það mál sem byrjað var að ræða, herra forseti, og spyr hvort nokkuð sé því til fyrirstöðu að það verði gert. Ég vil eindregið taka undir það að það er lágmark, ef verið er að fresta umræðum á þennan hátt og fara síðan í önnur mál jafnvel í miðjum ræðum, að um það sé haft samráð við fólk þannig að við getum áttað okkur örlítið á hvað eigi að gerast hér á næstu klukkutímunum eða næstu dögum, herra forseti.