Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 14:47:21 (8335)

2001-05-19 14:47:21# 126. lþ. 129.38 fundur 732. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (grunnlífeyrir, tekjutryggingarauki, frítekjumark o.fl.) frv. 93/2001, LB (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[14:47]

Lúðvík Bergvinsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er síður en svo að ég sé að reyna að komast hjá því að vera hér á laugardegi. Hins vegar eru 53 mál á dagskrá. Ég get alveg viðurkennt að það eru mörg mál þar sem ég mun reyna að beita rökum til að snúa stjórninni af villu síns vegar. Og það er ekki víst að hægt verði að flytja allar þær ræður ef ætlunin er að klára þetta á einum og sama deginum.

Ég verð því að segja, virðulegi forseti, að ef við eigum að geta sinnt hlutverki okkar, þ.e. að setja samfélaginu almennar leikreglur, og geta farið hér yfir rökræðuna í þeim málum sem nauðsynlegt er að rökræða, þá er ég smeykur um að það taki miklu lengri tíma. Ég held að miklu skynsamlegra sé að við förum að ljúka þessu fljótlega í dag, koma síðan saman á mánudaginn og gera þetta eins og siðuðu fólki sæmir.