Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 15:55:30 (8352)

2001-05-19 15:55:30# 126. lþ. 129.38 fundur 732. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (grunnlífeyrir, tekjutryggingarauki, frítekjumark o.fl.) frv. 93/2001, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[15:55]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér þykir leitt að heyra að hæstv. ráðherra hefur ekki áform um að taka á kjörum þessa hóps, þ.e. fatlaðra á vernduðum vinnustöðum, sem þessi lagasetning virkar ekki vinnuhvetjandi á. Ég vonast til þess að við vinnuna í sumar verði þetta skoðað sérstaklega og tekið sérstaklega á þessu því að það er óþolandi að þetta skuli bitna á mikið fötluðum sem þurfa á þeirri hæfingu að halda að vera á vernduðum vinnustað. Þó að ég geri kannski ekki ráð fyrir að þeir hætti þá er það alla vega ekki hvetjandi fyrir þá sem þyrftu síðan að fara í slíka vinnu.

Skildi ég það rétt að öryrkjar og aldraðir þurfi að bíða frekari hækkana á bótum til áramóta, eftir að fjárlög hafa verið afgreidd í þinginu? Verður engin hækkun á almannatryggingabótunum fyrr?