Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 15:58:12 (8354)

2001-05-19 15:58:12# 126. lþ. 129.38 fundur 732. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (grunnlífeyrir, tekjutryggingarauki, frítekjumark o.fl.) frv. 93/2001, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[15:58]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Vegna orðaskipta við þessa umræðu um viðmiðun og hækkun lífeyris þá mundi ég gjarnan vilja heyra álit hæstv. heilbrrh., þ.e. hvað hann telji að eigi að liggja þar til grundvallar. Ég geri mér grein fyrir því að þetta gætu verið hugrenningar hjá honum. En við erum að tala um launavísitölu. Við erum að tala um almenna launaþróun og við erum að tala um lægstu laun. Getur hæstv. ráðherra upplýst okkur eða farið aðeins yfir hvað hann telji eðlilega viðmiðun, miðað við núverandi aðstæður, þ.e. viðmið við hækkun á grunnlífeyri.